Draumar

Það eru skrítnir þessir draumar: Ég varð fyrir því um daginn að dreyma heil ósköp rétt áður en ég vaknaði. Þannig var að Ég var stödd í hálfgerðri eyðimörk og þar er úlfur og úlfakona.(kallaði hana allavega úlfakonuna í draumnum) ágætis kona fanst mér en þá tekur úlfurinn upp á því að gleypa barn. Brá svolítið en þetta fannst mér bara allt í lagi. Svo tekur úlfakonan upp stóra appelsína könguló og er köngulóin er dauð. Við virðum köngulónna fyrir okkur og hún segir: Sérðu hvað hún er falleg og hvað hún er mjúk. (rosalega loðin)

Allt í einu er ég svo stödd í Rvík. og sé stelpu sem var með mér í bekk en hún er látin í dag. Kalla á hana en hún hleypur á undan mér og ég elti hana og kalla á eftir henni með nafni. Næ henni svo en þá eru þetta orðnar tvær persónur en hvorug hún.

Að lokum er ég svo stödd inni í búð þar sem eru seld svona reykelsi, spil etc. þar bíðst sú þjónusta að láta dáleiða sig og ég ákveð að láta dáleiða mig. Finn það í draumnum að ég er dáleidd og slaka alveg rosalega á. Er í svona hálfgerðu tilvistarleysi þar sem ég er á staðnum en ekki samt á staðnum er meðvituð um allt sem er í kringum mig. Allavega slaka ég rosalega á og að lokum kemur dóttir mín í draumnum og tekur utanum mig og það verður til þess að ég vakna. (úr dáleiðslunni)

Jæja svo vaknaði ég og fór á fætur hehehe Það er nú samt ekki oft sem ég verð fyrir því að muna draumana en það er gaman af þessu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

man stundum drauma stundum ekki

Ólafur fannberg, 18.1.2007 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband