þjófnaður

Fór í sund í gær og viti menn þurfti að fara á tásunum heim þar sem skór mínir hurfu í hendur óprúttinnar stúlku/konu. Ódýr leið fyrir fólk að ná sér í nýja skó og geta svo sportað um í þeim. Frown
Eiginlega það skondna í þessu er þegar fólk er að taka svona skó þá spáir það kannski ekki í hvað fylgir skónum - alls kyns távandamál hehe en er það ekki bara allt í lagi?Sick

Ég alin upp í sveitinni og taldi það í lagi að skilja skó eftir í skóhillu sundlaugarinnar. Neibb það er ekki í lagi, ég veit það næst. Í gamla daga var alltaf sagt við okkur að fara úr skónum og skilja þá eftir þar sem skóhillurnar voru og maður reynir að kenna börnunum að ganga vel um og vera ekki að bera skítinn inn eftir öllu. Neibb nú verður það ekki lengur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Leiðinlegt að heyra með skóna. Ég hélt að nú orðið væru pokar frammi við í öllum sundlaugum svo fólk geti sett skóna sína í poka og inn í skáp með fötunum sínum.

Jóna Á. Gísladóttir, 12.8.2007 kl. 16:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband