Ýmsar hugsanir

SKÝIN?

Skýin tala sínu máli.
Horfðu bara upp
þau segja -
Maður,
Flugvél,
Dreki,
Kaka,
Fiðrildi,
Fuglar,
Hundshaus.
Spáðu í þau.
Ég er viss um að þau spá í þig.

Hugsunin!

Í götu ég sat
og hring ég fann
upp við vegg
inní skot
inní göng
ei komst svo lengra
er ég varð að detta
niður um stórt gat
sem gleypti sálina
bæbæ og dirrindí ég
ekki sæluna fann.

SNJÓRINN

Snjókoman kemur
hlaupandi
það er engin leið
undan henni.

HVAÐ ER EKKI GERT TILA Ð KANNA HLUTINA

Slökkvarinn á veggnum
hugsar alveg sjálfstætt,
horfir út á vegginum á móti
hugsar um litlu puttana
sem vita ekki til hvers
þetta er.
O, jú þeir komust að því!
Það slokknar á ljósinu.
ALLT DIMMT.

HUGLEIÐINGAR UM SKÝIN.

Þvottasnúrur hanga.
Fólk hangir.
Blóm hanga.
Er tilgangur með hangsi?
Furðuleg tilvera, undir skýjunum
HANGA SKÝIN?

HUGLEIÐINGAR UM TÓNLISTINA.

Rauður maðkur
með gula slaufu í hárinu.
gengur niður bókina
með stórum mjaðmahnikkjum
eins og laufléttur söngur
frá Götupopparanum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband