Færsluflokkur: Ljóð

Og svo nokkur í viðbót

DÚKKUR

Stórar dúkkur.
Dansandi niður Laugaveginn.
Stæltar dúkkur.
Dansandi á Laugarveginum.
Sterkar dúkkur.
Æfandi vaxtarækt.



ÓNEFNT

Af hverju er 1 ekki 2?
Af hverju er svart ekki hvítt?
Er lífið kannski dauðinn?
Er lífið kannski að byrja þegar við deyjum?
Eða var þetta ÖFUGT?

 ANDARUNGARNIR Á TJÖRNINNI.

Daginn út og daginn inn
sátu litlu andarungarnir
á pollinum og sungu óð
til litlu gulu hænunnar
Þegar þriðjudagurinn rann upp,
hvísluðust þeir á og sungu
um litla brjóstsykurinn í fjallinu.


Ýmsar hugsanir

SKÝIN?

Skýin tala sínu máli.
Horfðu bara upp
þau segja -
Maður,
Flugvél,
Dreki,
Kaka,
Fiðrildi,
Fuglar,
Hundshaus.
Spáðu í þau.
Ég er viss um að þau spá í þig.

Hugsunin!

Í götu ég sat
og hring ég fann
upp við vegg
inní skot
inní göng
ei komst svo lengra
er ég varð að detta
niður um stórt gat
sem gleypti sálina
bæbæ og dirrindí ég
ekki sæluna fann.

SNJÓRINN

Snjókoman kemur
hlaupandi
það er engin leið
undan henni.

HVAÐ ER EKKI GERT TILA Ð KANNA HLUTINA

Slökkvarinn á veggnum
hugsar alveg sjálfstætt,
horfir út á vegginum á móti
hugsar um litlu puttana
sem vita ekki til hvers
þetta er.
O, jú þeir komust að því!
Það slokknar á ljósinu.
ALLT DIMMT.

HUGLEIÐINGAR UM SKÝIN.

Þvottasnúrur hanga.
Fólk hangir.
Blóm hanga.
Er tilgangur með hangsi?
Furðuleg tilvera, undir skýjunum
HANGA SKÝIN?

HUGLEIÐINGAR UM TÓNLISTINA.

Rauður maðkur
með gula slaufu í hárinu.
gengur niður bókina
með stórum mjaðmahnikkjum
eins og laufléttur söngur
frá Götupopparanum.

Dropateljarinn

Dropateljarinn
Dinglandi dropar sem missa tökin
detta niður úr skýjunum og reyna að
ná sólinni sem tekur dýfur, áður en
tunglið tekur völdin og sendir alla í skammakrókinn.


Góðir hlutir gerast hægt og stundum svolítð hraðar

 Ég set hérna nokkuð ljóð sem ég hef sett saman ;)

Góðir hlutir gerast hægt og stundum svolítð hraðar.

Falinn hlutur
týndur hlutur
finnst ekki
hvað er til bragðs
vakna og ganga daginn út
og daginn inn
bíða næsta dags
bíða bara þolinmóður og hugsa
hugsa um stjörnurar og veðrið
hvort himininn er að gráta af gleði
yfir kraftaverkum gærdagsins eða
hvort blómin kölluðu á rigninguna til
þess að svala þorsta ástarinnar.
Áberandi hlutur
Fundinn hlutur
Fanst
Gleðin tekur sér nýjar myndir.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband