21.1.2009 | 19:51
Yfirgangur og frekja
Jæja nú get ég ekki setið á mér lengur - búin að vera í blogg fríi í langan tíma.
Þegar staðan er orðin svoleiðins að við sem "ríkisstarfsmenn" getum ekki skrifað hér í bloggheimum án þess að eiga það á hættu að það hafi áhrif á vinnuna eða viðskiptavild fyrirtækisins sem maður starfar hjá. Fólk sem telur sig yfir aðra hafið og geti stjórnað því hvað og hvernig hugmyndir við berum í kolli okkar. Þá er mér nú allgerlega lokið.
Hefur þetta fólk sem hagar sér þannig að það hafi samband við vinnuveitendur og reyni að fá mann lausann frá störfum eða að eyða öllum bloggfærslum - Nú er mér spurn hefur þetta fólk eitthvað óhreynt í pokahorni sínu? Er þetta fólk að fá eitthverja undanþágu frá yfirvaldinu sem það vill alls ekki missa. Hættum að sleikja rassa á þessu fólki sem hefur haft tök á því að hagnast á þessu "góðæri" sem hefur verið síðustu mánuði. Góðæri! Ég er enn að bíða eftir því að góðærið komi til mín. Átti það ekki að koma til mín líka? Tökum frekar upp spaða og rassskellum opinberlega þessa sökudólga, en höfum það í huga að okkur almenna borgara myndi sjálfsagt vera refsað fyrir það að beita ofbeldi.
Það er ekki alveg sama hvort maður er Jón eða Séra Jón.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.