Yfirgangur og frekja

Jæja nú get ég ekki setið á mér lengur - búin að vera í blogg fríi í langan tíma.

Þegar staðan er orðin svoleiðins að við sem "ríkisstarfsmenn" getum ekki skrifað hér í bloggheimum án þess að eiga það á hættu að það hafi áhrif á vinnuna eða viðskiptavild fyrirtækisins sem maður starfar hjá. Fólk sem telur sig yfir aðra hafið og geti stjórnað því hvað og hvernig hugmyndir við berum í kolli okkar. Þá er mér nú allgerlega lokið.

Hefur þetta fólk sem hagar sér þannig að það hafi samband við vinnuveitendur og reyni að fá mann lausann frá störfum eða að eyða öllum bloggfærslum - Nú er mér spurn hefur þetta fólk eitthvað óhreynt í pokahorni sínu? Er þetta fólk að fá eitthverja undanþágu frá yfirvaldinu sem það vill alls ekki missa. Hættum að sleikja rassa á þessu fólki sem hefur haft tök á því að hagnast á þessu "góðæri" sem hefur verið síðustu mánuði. Góðæri! Ég er enn að bíða eftir því að góðærið komi til mín. Átti það ekki að koma til mín líka? Tökum frekar upp spaða og rassskellum opinberlega þessa sökudólga, en höfum það í huga að okkur almenna borgara myndi sjálfsagt vera refsað fyrir það að beita ofbeldi.
Það er ekki alveg sama hvort maður er Jón eða Séra Jón.

 


þjófnaður

Fór í sund í gær og viti menn þurfti að fara á tásunum heim þar sem skór mínir hurfu í hendur óprúttinnar stúlku/konu. Ódýr leið fyrir fólk að ná sér í nýja skó og geta svo sportað um í þeim. Frown
Eiginlega það skondna í þessu er þegar fólk er að taka svona skó þá spáir það kannski ekki í hvað fylgir skónum - alls kyns távandamál hehe en er það ekki bara allt í lagi?Sick

Ég alin upp í sveitinni og taldi það í lagi að skilja skó eftir í skóhillu sundlaugarinnar. Neibb það er ekki í lagi, ég veit það næst. Í gamla daga var alltaf sagt við okkur að fara úr skónum og skilja þá eftir þar sem skóhillurnar voru og maður reynir að kenna börnunum að ganga vel um og vera ekki að bera skítinn inn eftir öllu. Neibb nú verður það ekki lengur.


Draumar

Það eru skrítnir þessir draumar: Ég varð fyrir því um daginn að dreyma heil ósköp rétt áður en ég vaknaði. Þannig var að Ég var stödd í hálfgerðri eyðimörk og þar er úlfur og úlfakona.(kallaði hana allavega úlfakonuna í draumnum) ágætis kona fanst mér en þá tekur úlfurinn upp á því að gleypa barn. Brá svolítið en þetta fannst mér bara allt í lagi. Svo tekur úlfakonan upp stóra appelsína könguló og er köngulóin er dauð. Við virðum köngulónna fyrir okkur og hún segir: Sérðu hvað hún er falleg og hvað hún er mjúk. (rosalega loðin)

Allt í einu er ég svo stödd í Rvík. og sé stelpu sem var með mér í bekk en hún er látin í dag. Kalla á hana en hún hleypur á undan mér og ég elti hana og kalla á eftir henni með nafni. Næ henni svo en þá eru þetta orðnar tvær persónur en hvorug hún.

Að lokum er ég svo stödd inni í búð þar sem eru seld svona reykelsi, spil etc. þar bíðst sú þjónusta að láta dáleiða sig og ég ákveð að láta dáleiða mig. Finn það í draumnum að ég er dáleidd og slaka alveg rosalega á. Er í svona hálfgerðu tilvistarleysi þar sem ég er á staðnum en ekki samt á staðnum er meðvituð um allt sem er í kringum mig. Allavega slaka ég rosalega á og að lokum kemur dóttir mín í draumnum og tekur utanum mig og það verður til þess að ég vakna. (úr dáleiðslunni)

Jæja svo vaknaði ég og fór á fætur hehehe Það er nú samt ekki oft sem ég verð fyrir því að muna draumana en það er gaman af þessu.


Hámarkshraði í 60 km

Getur einhver upplýst mig um það hvenær hámarkshraði á þjóðvegum landsins datt niður í 60?
Mér er bara spurn þar sem alltaf er verið að tala um glæfraakstur og þess háttar, þetta er nú eitt af því sem kallar kanski ekki á glæfraakstur en allavega kallar það á það að fólk þarf að fara framúr. Ég held að þetta sé nú ekkert minni slysahætta.


Og svo nokkur í viðbót

DÚKKUR

Stórar dúkkur.
Dansandi niður Laugaveginn.
Stæltar dúkkur.
Dansandi á Laugarveginum.
Sterkar dúkkur.
Æfandi vaxtarækt.



ÓNEFNT

Af hverju er 1 ekki 2?
Af hverju er svart ekki hvítt?
Er lífið kannski dauðinn?
Er lífið kannski að byrja þegar við deyjum?
Eða var þetta ÖFUGT?

 ANDARUNGARNIR Á TJÖRNINNI.

Daginn út og daginn inn
sátu litlu andarungarnir
á pollinum og sungu óð
til litlu gulu hænunnar
Þegar þriðjudagurinn rann upp,
hvísluðust þeir á og sungu
um litla brjóstsykurinn í fjallinu.


Ýmsar hugsanir

SKÝIN?

Skýin tala sínu máli.
Horfðu bara upp
þau segja -
Maður,
Flugvél,
Dreki,
Kaka,
Fiðrildi,
Fuglar,
Hundshaus.
Spáðu í þau.
Ég er viss um að þau spá í þig.

Hugsunin!

Í götu ég sat
og hring ég fann
upp við vegg
inní skot
inní göng
ei komst svo lengra
er ég varð að detta
niður um stórt gat
sem gleypti sálina
bæbæ og dirrindí ég
ekki sæluna fann.

SNJÓRINN

Snjókoman kemur
hlaupandi
það er engin leið
undan henni.

HVAÐ ER EKKI GERT TILA Ð KANNA HLUTINA

Slökkvarinn á veggnum
hugsar alveg sjálfstætt,
horfir út á vegginum á móti
hugsar um litlu puttana
sem vita ekki til hvers
þetta er.
O, jú þeir komust að því!
Það slokknar á ljósinu.
ALLT DIMMT.

HUGLEIÐINGAR UM SKÝIN.

Þvottasnúrur hanga.
Fólk hangir.
Blóm hanga.
Er tilgangur með hangsi?
Furðuleg tilvera, undir skýjunum
HANGA SKÝIN?

HUGLEIÐINGAR UM TÓNLISTINA.

Rauður maðkur
með gula slaufu í hárinu.
gengur niður bókina
með stórum mjaðmahnikkjum
eins og laufléttur söngur
frá Götupopparanum.

Dropateljarinn

Dropateljarinn
Dinglandi dropar sem missa tökin
detta niður úr skýjunum og reyna að
ná sólinni sem tekur dýfur, áður en
tunglið tekur völdin og sendir alla í skammakrókinn.


Góðir hlutir gerast hægt og stundum svolítð hraðar

 Ég set hérna nokkuð ljóð sem ég hef sett saman ;)

Góðir hlutir gerast hægt og stundum svolítð hraðar.

Falinn hlutur
týndur hlutur
finnst ekki
hvað er til bragðs
vakna og ganga daginn út
og daginn inn
bíða næsta dags
bíða bara þolinmóður og hugsa
hugsa um stjörnurar og veðrið
hvort himininn er að gráta af gleði
yfir kraftaverkum gærdagsins eða
hvort blómin kölluðu á rigninguna til
þess að svala þorsta ástarinnar.
Áberandi hlutur
Fundinn hlutur
Fanst
Gleðin tekur sér nýjar myndir.


Árið liðið - Nýtt ár

Jæja það er komið nýtt ár ;) Stritið byrjar að nýju, markmið hvers mánaðar að eiga fyrir reikningum og kanski bíóferð svona einu sinni í mánuði ;) en þetta eru jú bara verkefni hvers íslendings.

Annars legst árið bara vel í mann þar sem ég legg út frá því að vera jákvæð í meira lagi og líta á björtu hliðarnar á flestum málum sem koma upp.

Það er eins og með veðrið þar sem fólk talar um vont veður - það er ekki til vont veður - BARA ILLA KLÆTT FÓLK ;)

Jæja annað.
Hafiði einhverntíma prufað að skrifa niður orð sem koma upp í kollinn svona í belg og biðu án þess þó að þau hafi samhengi. Það er gaman að gera þetta
og fyndið að skoða hvað kemur upp. Trixið er að reyna að stoppa ekki og hugsa bara láta pennan vaða og halda áfram.

Hér kemur svolítið sem ég skráði einu sinni:

Brauð, bakstur, belja, kýr,
bolli, kanna, glas, gaffall, hnífur,
skeið, matskeið, og, teskeið, sófi, stór,
hempa, kirkja, altari, kalvík, þruma,
ský,elding,þurkur,eldur,bál, reiði,
þrjóska,frumbyggi, hefðarfrú, hestur,
hundur, fróður, hnita, kestla, hersla, bindi,
grafa, hrífa, skófla, maur, ormur, grýta,
mold, hús, steinn, tré, garður, tjörn,
frumstæður, blóm, gröftur, kjóll, hengja,
kirkja, teyja, sokkur, skýla, sundlaug,
fruma, gýja, nýja, sletta, mjólk, glas, púsl,
hunang, bangsi, skessa, þurs, grænn,
hamar, gulur, hans, lappir, gegnum, heilan,
heldur, Guð, þennsla, góður, slæmur, henging.

 


Barinn

Skrítið þetta blessað líf og aðstæður sem fólk lendir í. Er þetta mjög algengt að fólk fer á barinn og er barið eins og harðfiskurinn? Ég vaknaði upp í nótt við það að kallinn kom heim og hné niður í andyrinu þar sem hann hafði aðstoðað ofuröfla konu að komast heim. Hoppaði þá maður konunnar eins og skæruliði út úr húsinu og gekk í skrokk á honum. 3 rifbeinsbrot og sprunginn kinn og eitthvað annað. HVAÐ ER MÁLIÐ!!! Það er akkúrat útaf þessu sem maður vill helst ekki grípa inní þegar fólk þarf aðstoð. Þetta er að verða eins og í Bandaríkjunum þar sem allir hugsa bara um sjálfan sig. Ekki eru það ófá dæmi þess að fólk hefur orðið vitni af hinum ýmsu árásum eða jafnvel morðum og hefur aldrei komið fram vegna þess að það óttast að þurfa að gera eitthvað.

Það er nú sjálfsagt lítið hægt að gera þar sem þetta er bara eins og það er.
Draumur - Veruleiki - Martröð


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband